Salah aftur til Roma - Bruno Fernandes á förum? - Sterling til West Ham - Goretzka í enskt stórlið?
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
   fös 23. júlí 2021 20:51
Daníel Smári Magnússon
Orri Hjaltalín: Ég vil bara fá mörk í þetta!
Lengjudeildin
Orri gat brosað að minnsta kosti fjórum sinnum í dag!
Orri gat brosað að minnsta kosti fjórum sinnum í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá okkur. Sérstaklega fyrri hálleikur, mjög þéttir og skeinuhættir fram á við. En flestum þjálfurum finnst skemmtilegast að halda hreinu, en ég vil bara fá mörk í þetta! Alveg sama hvernig ég vinn, bara að ég skori fleiri,'' sagði kampakátur þjálfari Þórs, Orri Freyr Hjaltalín, eftir 4-2 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Grótta

Það má segja að Þórsarar hafi gengið frá verkefninu í fyrri hálfleik. Þrjú mörk frá Ásgeiri Marinó Hilmarssyni, Jóhanni Helga Hannessyni og Fannari Daða Malmquist sáu til þess að Þór gekk til búningsherbergja með 3-0 forystu í hálfleik.

„Við vildum ekki mæta þeim hálft í hálft. Annaðhvort vorum við að reyna að hápressa þá alla leið uppi eða að droppa djúpt til baka og ég held að öll mörkin hafi komið eftir að við höfum unnið boltann á flottum stöðum og sótt á þá.''

Orri sagði að rosalega erfitt væri að spila gegn hávöxnu og líkamlega öflugu liði Gróttu.

„Þeir eru rosalega sterkir í föstum leikatriðum og við rosalega lágvaxnir, sérstaklega í dag. Okkar tveir stærstu menn í banni og ég var bara hrikalega ánægður með það hvernig við náðum að díla við það stærstan partinn af leiknum,'' sagði Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner