Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fös 23. júlí 2021 20:51
Daníel Smári Magnússon
Orri Hjaltalín: Ég vil bara fá mörk í þetta!
Lengjudeildin
Orri gat brosað að minnsta kosti fjórum sinnum í dag!
Orri gat brosað að minnsta kosti fjórum sinnum í dag!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara flottur leikur hjá okkur. Sérstaklega fyrri hálleikur, mjög þéttir og skeinuhættir fram á við. En flestum þjálfurum finnst skemmtilegast að halda hreinu, en ég vil bara fá mörk í þetta! Alveg sama hvernig ég vinn, bara að ég skori fleiri,'' sagði kampakátur þjálfari Þórs, Orri Freyr Hjaltalín, eftir 4-2 sigur á Gróttu í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  2 Grótta

Það má segja að Þórsarar hafi gengið frá verkefninu í fyrri hálfleik. Þrjú mörk frá Ásgeiri Marinó Hilmarssyni, Jóhanni Helga Hannessyni og Fannari Daða Malmquist sáu til þess að Þór gekk til búningsherbergja með 3-0 forystu í hálfleik.

„Við vildum ekki mæta þeim hálft í hálft. Annaðhvort vorum við að reyna að hápressa þá alla leið uppi eða að droppa djúpt til baka og ég held að öll mörkin hafi komið eftir að við höfum unnið boltann á flottum stöðum og sótt á þá.''

Orri sagði að rosalega erfitt væri að spila gegn hávöxnu og líkamlega öflugu liði Gróttu.

„Þeir eru rosalega sterkir í föstum leikatriðum og við rosalega lágvaxnir, sérstaklega í dag. Okkar tveir stærstu menn í banni og ég var bara hrikalega ánægður með það hvernig við náðum að díla við það stærstan partinn af leiknum,'' sagði Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner