Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. júlí 2022 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Vítabaninn Evrard best gegn Svíum - Sú eina sem hefur varið fleiri skot en Sandra
Nicky Evrard í leiknum gegn Íslandi
Nicky Evrard í leiknum gegn Íslandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Belgíski markvörðurinn Nicky Evrard var stórkostleg á Evrópumótinu á Englandi en síðasti leikur hennar á mótinu var í 1-0 tapinu gegn Svíþjóð í gær; þar sem hún var valin maður leiksins.

Evrard er 27 ára gömul og samdi nýverið við Leuven í Belgíu en þar áður spilaði hún fyrir Gent, Sporting Huelva og Twente.

Fyrsti leikur hennar á stórmóti kom gegn Íslandi í fyrsta leik D-riðils en þar varði hún vítaspyrnu Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur og átti afar góðan leik í marki liðsins og átti stóran þátt í að tryggja liðinu stig.

Hún varði aðra vítaspyrnu sína í mótinu í 2-1 tapinu gegn Belgíu og kom í veg fyrir að tapið væri töluvert stærra. Þá átti hún annan stórleikinn í 1-0 sigrinum á Ítalíu, sem tryggði Belgum í 8-liða úrslitin.

Svíar voru með stórskotahríð að marki Belgíu í 8-liða úrslitunum í gær en skoruðu aðeins eitt mark, sem kom í uppbótartíma síðari hálfleiks. Samkvæmt opinberum tölum varði hún 7 skot í leiknum og hefur nú enginn markvörður varið fleiri skot en hún á Evrópumótinu.

Evrard hefur nú varið 21 skot í mótinu og er hún sú eina sem hefur varið fleiri skot en Sandra Sigurðardóttir á mótinu.

Hún var verðlaunuð fyrir frammistöðuna í gær en eftir leik hlaut hún nafnbótina besti maður leiksins og getur hún því verið afar sátt með eigin frammistöðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner