Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   þri 23. júlí 2024 19:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KSÍ færir rauða spjaldið yfir á réttan leikmann
Hemmi Hreiðars og Hans Viktor í bann
Lengjudeildin
Fékk ekki rauða spjaldið gegn Fjölni en það hefur verið leiðrétt.
Fékk ekki rauða spjaldið gegn Fjölni en það hefur verið leiðrétt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hans Viktor missir af næsta leik KA.
Hans Viktor missir af næsta leik KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik Grindavíkur og Fjölnis í Lengjudeildinni fékk Dennies Nieblas að líta rauða spjaldið. Það var þó ekki hann sem var brotlegur í því atviki en Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson, dómari leiksins, fór mannavilt.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur leiðrétt þau mistök og fer Eric Vales í eins leiks bann vegna spjaldsins. Vales verður í leikbanni þegar Grindavík mætir Gróttu á fimmtudag. Marinó Axel Helgason verður sömuleiðis í banni þar sem hann fékk rautt spjald í lok leiks.

Einungis einn leikmaður í Bestu deildinni verður í leikbanni í komandi umferð. Hans Viktor Guðmundsson í KA fékk sitt fjórða gula spjald í sumar gegn Víkingi og missir af leiknum gegn KR næsta mánudag.

Í Bestu deild kvenna verður Andrea Rut Bjarnadóttir í banni vegna fjögurra gulra spjalda þegar Breiðablik mætir Fylki á föstudag.

Það verða öllu fleiri í leikbanni í Lengjudeildinni í komandi umferð. Þrír leikmenn Dalvíkur/Reynis verða í banni gegn Fjölni. Það eru þeir Nikola Kristinn Stojanovic, Þröstur Mikael Jónasson og Matheus Bissi Da Silva. Júlíus Mar Júlíusson í liði Fjölnis verður einnig í banni i leiknum.

Þegar Keflavík heimsækir Aftureldingu verða þeir Dagur Ingi Valsson og Gunnlaugur Fannar Guðmundsson í liði Keflavíkur fjarri góðu gamni.

Þegar ÍBV heimsækir Þór á laugardag verður þjálfarinn Hermann Hreiðarsson í banni vegna uppsafnaðra áminninga. Tómas Bent Magnússon verður einnig í banni en hann hefur fengið sjö gul spjöld í sumar og Hermann Þór Ragnarsson fékk rautt gegn Dalvík/Reyni og tekur því út bann gegn Þór.

Arnór Ingi Kristinsson leikmaður Leiknis missir þá af nágranaslagnum gegn ÍR.
Athugasemdir
banner