Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 18. júlí 2024 20:49
Kári Snorrason
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík mætti toppliði Fjölnis fyrr í dag í vægast sagt fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni en í stöðunni 1-1 fengu Grindvíkingar víti og rautt dæmt á sig. Eric Vales Ramos var sá brotlegi en dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak Dennis Nieblas ranglega af velli.
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Grindavík

„Miðað við hvernig menn voru að kljást inn í teig allan helvítis leikinn að þá er ótrúleg niðurstaða að hann hafi gefið rautt spjald á þetta, það er rangur dómur.

„Fyrir utan það rekur hann rangann mann af velli sem fór fyrir brjóstið á mínum mönnum eðlilega.
Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör af hverju hann var rekinn af velli. Sögðu að þeir vissu ekkert hver þetta hefði verið.
Sá umræddi sem að fékk rauða spjaldið stóð fyrir utan teig, þá er þetta ekki vítaspyrna.
Ansi margt rangt og furðulegt í þessu atviki."

„Við spurðum hvern ertu að reka af velli og afhverju og það var fátt um svör."
„Ég reikna með að þetta verði leiðrétt og hann fái ekkert leikbann því hann átti ekki í hlut. Ég vona að þeir leiðrétti það, mínir menn á skrifstofunni."



Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner