Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fim 18. júlí 2024 20:49
Kári Snorrason
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Grindavík mætti toppliði Fjölnis fyrr í dag í vægast sagt fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni en í stöðunni 1-1 fengu Grindvíkingar víti og rautt dæmt á sig. Eric Vales Ramos var sá brotlegi en dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak Dennis Nieblas ranglega af velli.
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Fjölnir 5 -  1 Grindavík

„Miðað við hvernig menn voru að kljást inn í teig allan helvítis leikinn að þá er ótrúleg niðurstaða að hann hafi gefið rautt spjald á þetta, það er rangur dómur.

„Fyrir utan það rekur hann rangann mann af velli sem fór fyrir brjóstið á mínum mönnum eðlilega.
Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör af hverju hann var rekinn af velli. Sögðu að þeir vissu ekkert hver þetta hefði verið.
Sá umræddi sem að fékk rauða spjaldið stóð fyrir utan teig, þá er þetta ekki vítaspyrna.
Ansi margt rangt og furðulegt í þessu atviki."

„Við spurðum hvern ertu að reka af velli og afhverju og það var fátt um svör."
„Ég reikna með að þetta verði leiðrétt og hann fái ekkert leikbann því hann átti ekki í hlut. Ég vona að þeir leiðrétti það, mínir menn á skrifstofunni."



Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner