Grindavík mætti toppliði Fjölnis fyrr í dag í vægast sagt fjörugum leik. Leikar enduðu 5-1 fyrir Fjölni en í stöðunni 1-1 fengu Grindvíkingar víti og rautt dæmt á sig. Eric Vales Ramos var sá brotlegi en dómari leiksins Aðalbjörn Heiðar rak Dennis Nieblas ranglega af velli.
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur kom í viðtal eftir leik.
Haraldur Árni Hróðmarsson þjálfari Grindavíkur kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Fjölnir 5 - 1 Grindavík
„Miðað við hvernig menn voru að kljást inn í teig allan helvítis leikinn að þá er ótrúleg niðurstaða að hann hafi gefið rautt spjald á þetta, það er rangur dómur.
„Fyrir utan það rekur hann rangann mann af velli sem fór fyrir brjóstið á mínum mönnum eðlilega.
Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör af hverju hann var rekinn af velli. Sögðu að þeir vissu ekkert hver þetta hefði verið.
Sá umræddi sem að fékk rauða spjaldið stóð fyrir utan teig, þá er þetta ekki vítaspyrna.
Ansi margt rangt og furðulegt í þessu atviki."
„Við spurðum hvern ertu að reka af velli og afhverju og það var fátt um svör."
„Ég reikna með að þetta verði leiðrétt og hann fái ekkert leikbann því hann átti ekki í hlut. Ég vona að þeir leiðrétti það, mínir menn á skrifstofunni."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir