Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 23. júlí 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Við erum með besta miðvörð í heiminum"
Icelandair
Glódís eftir sigur Íslands gegn Þýskalandi.
Glódís eftir sigur Íslands gegn Þýskalandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands, var algjörlega stórkostleg þegar Ísland tryggði sig inn á Evrópumótið á dögunum.

Hún var besti leikmaður vallarins þegar Ísland lagði Þýskalandi að velli á Laugardalsvelli, 3-0, og var líka best í seinni leik verkefnisins gegn Póllandi, í 0-1 sigri.

„Við erum með besta miðvörð í heiminum," sagði Magnús Haukur Harðarson þegar síðasti landsliðsgluggi var gerður upp í hlaðvarpi hér á Fótbolta.net í síðustu viku.

„Við getum ekki talað um Millie Bright hjá Englandi eða eitthvað svoleiðis. Glódís er bara besti miðvörður í heiminum í dag, það er ekkert flóknara en það."

Glódís, sem er 29 ára gömul, er í algjörum sérflokki í heiminum en hún er í dag fyrirliiði þýska stórveldisins Bayern München.
Einn stærsti sigur í fótboltasögu Íslands og leiðin liggur til Sviss
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner