Titilbaráttan í Pepsi Max-deildinni er gríðarlega spennandi þegar 4-5 leikir eru eftir, en eins og staðan er núna þá eru þrjú lið í góðum möguleika á að taka titilinn.
Hér er auðvitað verið að ræða um Breiðablik, Val og Víking. Eftir að KA tapaði gegn Breiðabliki síðasta laugardag, þá er erfitt að hafa KA með í baráttunni en það getur svo sem allt gerst.
Þetta eru leikirnir sem liðin í titilbaráttunni eiga eftir:
1. Valur, 36 stig:
Valur - Stjarnan
Breiðablik - Valur
Valur - KA
Fylkir - Valur
2. Víkingur, 36 stig:
FH - Víkingur R.
Víkingur R. - HK
KR - Víkingur R.
Víkingur R. - Leiknir R.
3. Breiðablik, 35 stig:
KA - Breiðablik
Fylkir - Breiðablik
Breiðablik - Valur
FH - Breiðablik
Breiðablik - HK
Breiðablik á leik til góða á efstu tvö liðin og getur með sigri gegn KA á miðvikudag komist í tveggja stiga forystu á toppnum.
Hvaða lið á erfiðasta leikjaprógrammið eftir að þínu mati?
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir