Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 17. umferðar: Gibbs í sjöunda sinn og Vuk í sjötta sinn
Lengjudeildin
Gibbs er enn og aftur í liði umferðarinnar.
Gibbs er enn og aftur í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sigurbjörn Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Endika Galarza.
Endika Galarza.
Mynd: Raggi Óla
Það eru Grindvíkingar sem eiga flesta fulltrúa í lið 17. umferðar í Lengjudeildinni eftir flottan sigur gegn Fram á útivelli.

Sigurbjörn Hreiðarsson er þjálfari umferðarinnar og eru markvörðurinn Vladan Djogatovic og miðjumaðurinn Aron Jóhannsson í liðinu.


Joey Gibbs skoraði tvö í sigri Keflavíkur á Þrótti og hann er í liði umferðarinnar í sjöunda sinn í sumar. Frábær leikmaður sem hefur raðað inn mörkunum fyrir Keflavík. Rúnar Þór Sigurgeirsson kemst einnig í lið umferðarinnar fyrir hönd Keflavíkur.

Leiknir Reykjavík vann útisigur á Magna og áttu þeir Vuk Oskar Dimitrijevic og Birgir Baldvinsson góðan leik. Vuk er í liðinu í sjötta sinn í sumar, en hann verður leikmaður FH á næstu leiktíð eins og staðan er núna.

Vestri og Afturelding eiga einnig tvo leikmenn. Vestri vann heimasigur á Leikni Fáskrúðsfirði og voru þeir Milos Ivankovic og Vladimir Tufegdzic góður fyrir Vestra í þeim sigri. Endika Galarza og Kári Steinn Hlífarsson áttu flottan leik fyrir Aftureldingu í sigri á Víkingi Ólafsvík.

Alvaro Montejo er þá í liðinu þar sem hann var maður leiksins í jafntefli Þórs gegn ÍBV. Alvaro er í liðinu í fimmta sinn í sumar.

Lið fyrri umferða:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 16. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner