Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. september 2020 15:30
Magnús Már Einarsson
Thiago Silva: Hafði áður ekki áhuga á löngu boltunum á Englandi
Thiago Silva á æfingu hjá Chelsea.
Thiago Silva á æfingu hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva segist hafa beðið með að fara í ensku úrvalsdeildina á ferli sínum þar sem hann var ekki hrifinn af löngum sendingum þar.

Hinn 36 ára gamli Silva kom til Chelsea frá PSG í sumar en hann mun þreyta frumraun sína gegn Barnsley í enska deildabikarnum í kvöld.

„Ég hafði áður ekki áhuga á að spila í ensku úrvalsdeildinni. Mér fannst vera mikið af löngum og háum boltum og langskotum. Ég sá mig ekki fyrir mér í þessari deild," sagði Silva.

„Í gegnum tíðina hefur deildin orðið mun betri og það eru meiri tæknileg gæði. Mörg lið spila boltanum á jörðinni og bakverðirnir sækja upp völlinn."

„Auðvitað hafa öll lið sínar hugmyndir og styrkleika en áður fyrr tengdi ég deildina við langa bolta og það hreif mig ekki. Ég kann alveg að spila þannig en ég vil frekar spila boltanum með jörðinni. Hægt og bítandi hefur enska úrvalsdeildin unnið mig á sitt band."


Sjá einnig:
Thiago Silva: Aldur er bara tala
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner