Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   fim 23. september 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Koeman hefur engar áhyggjur af stöðunni
Mynd: Getty Images
Þjálfarasæti Ronald Koeman hjá Barcelona er orðið ansi heitt eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Koeman varð pirraður undir lok leiksins og dómarinn gaf honum rauða spjaldið. Hann mun því ekki standa á hliðarlínunni í næsta leik ef hann verður stjóri liðsins yfir höfuð.

Hann var ekki sáttur með spjaldið, sagði að maður sé rekinn útaf fyrir lítið.

„Í þessu landi er maður rekinn útaf fyrir engar sakir," sagði Koeman sem eins og fyrr segir er í mikilli hættu á að missa starfið.

„Maður verður að skoða hvað liðið hefur gert. Ég vil ekki velta fyrir mér stöðunni á mér. Forsetinn er farinn uppá hótel og sagði bless. Við höfum nokkra daga til spjalla ef hann vil," sagði Koeman að lokum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner