Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. september 2021 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
UEFA vill alls ekki hafa HM á tveggja ára fresti
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, er að skoða þann möguleika að halda heimsmeistaramót karla og kvenna á tveggja ára fresti í stað fjögurra.

Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, starfar hjá FIFA og fer fyrir þessari herferð knattspyrnusambandsins sem hefur fengið mikið mótlæti.

Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, tekur þessa hugmynd ekki í sátt og gaf út yfirlýsingu á dögunum þar sem FIFA er hvatt til að endurhugsa áform sín.

Gianni Infantino, forseti FIFA, vill halda opnar kosningar um málið fyrir árslok þar sem allar aðildarþjóðir FIFA fá atkvæðarétt. Aleskander Ceferin, forseti UEFA, er sjálfur gegn þessari hugmynd og hefur tjáð sig um það í fjölmiðlum.

Ceferin og UEFA telja að því fylgi mikil hætta að hafa HM á tveggja ára fresti og nefna nokkrar ástæður því til stuðnings. Þeir segja að keppnin myndi tapa gildi og dulúð, hún væri ekki lengur jafn sérstök.

Þá segir UEFA að lakari landslið myndu fá færri tækifæri til að komast í lokakeppnina með nýju mótakerfi FIFA og að leikjaálag myndi aukast enn frekar á leikmenn sem eru sumir að spila yfir 50 leiki á hverju tímabili.

Að lokum talar UEFA um neikvæðu áhrif sem það myndi hafa á kvennaknattspyrnu að halda HM á svipuðum tíma og karlarnir. Að mati sambandsins myndu áhorfendatölur og tekjur af kvennamótinu hríðlækka.
Athugasemdir
banner
banner
banner