De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 23. september 2023 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ronaldo: Menn segja að Ronaldo sé búinn
Mynd: Getty Images

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Al-Nassr í 4-3 sigri á Al-Ahli í í sádí arabísku deildinni á föstudaginn.


Hann hefur fengið gagnrýni að undanförnu og verið talið að hann sé kominn yfir sitt besta skeið. Hann segir að það sé ekki raunin.

„Menn segja að Ronaldo sé búinn, það. er ekki satt. Ég mun halda áfram að spila þangað til fæturnir segja: Cristiano, 'Ég er búinn'. Ég elska ennþá fótbolta og að skora mörk. Ég elska að vinna. menn segja að ég er búinn en ég er enn að sanna að það sé ekki satt," sagði Ronaldo.

Ronaldo hefur skorað níu mörk í sex leikjum á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner