Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 23. september 2023 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Þengill: Datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Þengill Orrason var að spila sinn annan leik í Bestu deildinni í sumar er Fram gerði 2-2 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Þengill, sem er fæddur árið 2005, kom inn í byrjunarlið Fram gegn HK í síðustu umferð og var þá aftur í liðinu í dag.

Hann gerði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið er hann skallaði aukaspyrnu Arons Jóhannssonar í netið í uppbótartíma og tryggði Frömurum stig.

„Skemmtilegt að skora fyrsta markið, en leiðinlegt [hvernig fór] Við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig, en veit ekki hvort það sé mér að kenna þarna í fyrsta markinu. Við þurfum alla vega að gera betur og geta klárað svona 90 mínútna leiki. Við erum í fallbaráttu, því miður, og þá þurfum við að klára svona leiki.“

„Þessi völlur er kannski ekki til fyrirmyndar. Ég er alinn upp á gervigrasi, þannig þetta var pínu öðruvísi, en gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður var pínu óöruggur í byrjun, en síðan venst þetta bara,“
sagði Þengill við Fótbolta.net.

Honum fannst ekki beint sanngjarnt þegar Eyjamenn skoruðu tvö á fimm mínútum.

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þeir eiginlega ekkert ógna marki, þeir skjóta í stöngina og það er eina færið sem þeir fá fyrstu 70 mínúturnar. Í lokin hættum við að geta stigið upp, því það var ekki pressa og þá féllum við aftar og aftar og þá lá þetta því miður í loftinu.“

Þengill gerði sitt fyrsta deildarmark fyrir Fram og valdi sér hárrétt augnablik til að gera það.

„Mér leið alltaf eins og ég væri að fara skora á móti HK í síðasta leik og ég kom inn með sömu tilfinningu hérna. Ég ætlaði bara að skora og enginn annar betri tímapunktur en að skora jöfnunarmarkið í lokin. Sætt og fátt betra.“

Þengill lenti í alls konar óhöppum í leiknum sem varð til þess að hann fékk blóðnasir.

„Ég veit það ekki alveg. Ég datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara blanda af öllu. Týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum,“ sagði Þengill í lokin.
Athugasemdir
banner
banner