De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
Karólína Lea: Langt síðan við höfum unnið svo ég fékk aðeins að njóta lengur
Hildur Antons: Þegar það er laus bolti inn í teig þá hendir maður sér á hann
Steini um íþróttamálaráðherra: Allavega ætla ég ekki að kjósa hann
Diljá sá markið fyrir sér í gærkvöldi - „Hef gert þetta nokkrum sinnum áður"
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Einn af sex í Svíþjóð sem náðu eftirtektarverðum áfanga - „Mjög hreykinn af því"
Viktor: Vil sjá Breiðablik og Kópavogsbæ setja fullan kraft í það
Fyrirliðinn pirraður með uppskeruna - „Öðruvísi andrúmsloft en á venjulegum fótboltaleik"
Dóri Árna: Ótrúlegt að dómarateymið og UEFA hafi tekið þátt í þessu leikriti
Glódís: Skiptir ekki höfuðmáli hvaða kerfi við spilum
Steini: Kuldinn skiptir ekki máli en það verða læti í þeim
Sædís: Virkilega þakklát og stolt af byrjunarliðssætinu
Hlín: Verður mikill líkamlegur barningur
Selma Sól óttast ekki kuldann í Wales - Búin að vera í -12 í Þrándheimi
Áslaug Dóra sú níunda sem fer til Örebro - „Begga eiginlega seldi mér þetta"
Áhuginn víða en Kristianstad lendingin - „Spila bara fyrir hana seinna"
'Jú, jú þetta er rétt Guðný, bara bíddu aðeins'
Sandra María: Þurfum að sýna alvöru íslenska geðveiki
Ingibjörg undir jólatónlist - Ekki á móti þessu en Glódís á allan heiðurinn
Olla fékk leyfi frá Harvard eftir dramatíska tölvupósta
   lau 23. september 2023 17:20
Brynjar Ingi Erluson
Þengill: Datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 18 ára gamli Þengill Orrason var að spila sinn annan leik í Bestu deildinni í sumar er Fram gerði 2-2 jafntefli við ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Þengill, sem er fæddur árið 2005, kom inn í byrjunarlið Fram gegn HK í síðustu umferð og var þá aftur í liðinu í dag.

Hann gerði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið er hann skallaði aukaspyrnu Arons Jóhannssonar í netið í uppbótartíma og tryggði Frömurum stig.

„Skemmtilegt að skora fyrsta markið, en leiðinlegt [hvernig fór] Við ætluðum að koma hingað og sækja þrjú stig, en veit ekki hvort það sé mér að kenna þarna í fyrsta markinu. Við þurfum alla vega að gera betur og geta klárað svona 90 mínútna leiki. Við erum í fallbaráttu, því miður, og þá þurfum við að klára svona leiki.“

„Þessi völlur er kannski ekki til fyrirmyndar. Ég er alinn upp á gervigrasi, þannig þetta var pínu öðruvísi, en gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður var pínu óöruggur í byrjun, en síðan venst þetta bara,“
sagði Þengill við Fótbolta.net.

Honum fannst ekki beint sanngjarnt þegar Eyjamenn skoruðu tvö á fimm mínútum.

„Nei, í sjálfu sér ekki. Mér fannst þeir eiginlega ekkert ógna marki, þeir skjóta í stöngina og það er eina færið sem þeir fá fyrstu 70 mínúturnar. Í lokin hættum við að geta stigið upp, því það var ekki pressa og þá féllum við aftar og aftar og þá lá þetta því miður í loftinu.“

Þengill gerði sitt fyrsta deildarmark fyrir Fram og valdi sér hárrétt augnablik til að gera það.

„Mér leið alltaf eins og ég væri að fara skora á móti HK í síðasta leik og ég kom inn með sömu tilfinningu hérna. Ég ætlaði bara að skora og enginn annar betri tímapunktur en að skora jöfnunarmarkið í lokin. Sætt og fátt betra.“

Þengill lenti í alls konar óhöppum í leiknum sem varð til þess að hann fékk blóðnasir.

„Ég veit það ekki alveg. Ég datt á hausinn og fékk boltann í andlitið, bara blanda af öllu. Týpískt eitthvað sem gerist í Vestmannaeyjum,“ sagði Þengill í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner