City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
banner
   mán 23. september 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexander Már yfirgefur Þór og flytur á Akranes
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Már Þorláksson er að yfirgefa Þór eftir tvö og hálft ár í Þorpinu á Akureyri. Hann kom frá Fram sumarið 2022 og lék fyrsta eina og hálfa tímabilið undir stjórn föður síns Þorláks Árnasonar.

Hann skoraði sex mörk í 13 leikjum fyrir Þór sumarið 2022, skoraði fimm mörk í 20 leikjum í fyrra og tókst einungis að skora eitt mark í Lengjudeildinni í ár. Alls skoraði Alexander í níu deildarleikjum með Þór og unnust þeir allir. Tímabilið 2023 var hann varafyrirliði liðsins.

Alexander er 29 ára framherji sem hefur leikið með ÍA, Fram, KF, Hetti, Kára og Þór á sínum ferli.

Hann er að flytja á Akranes og segir við Fótbolta.net að það sé ekki ákveðið hvort að hann spili fótbolta næsta sumar.

„Ég þarf að taka mér gott frí og sjá hvernig skrokkurinn verður. Finnst líklegast að ég taki árspásu og taki svo ákvörðun eftir það hvort ég haldi áfram," segir Alexander.

Athugasemdir
banner
banner
banner