Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 23. september 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haaland fær ekki refsingu
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: EPA
Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, mun ekki fá refsingu fyrir að hafa kastað bolta í hausinn á Gabriel, varnarmanni Arsenal, í stórleik liðanna í gær.

Eftir að Man City jafnaði metin í blálokin, þá var Haaland fljótur að ná í boltann. Hann hljóp hins vegar ekki með hann að miðju, heldur kastaði hann honum beint í hausinnn á Gabriel.

Eins og við var að búast hrinti þetta atvik af stað stympingum en svo var leiknum haldið áfram.

Enska fótboltasambandið getur ekki tekið á þessu atviki þar sem það var skoðað af VAR-dómaranum, John Brooks, eftir að það gerðist. Hann ákvað að gera ekkert í því og þess vegna getur enska fótboltasambandið ekkert aðhafst í því.

Brooks fannst Haaland ekki sýna ofbeldisfulla hegðun og því fékk hann ekki rautt spjald.
Enski boltinn - Leikur sem spannaði allt sviðið
Athugasemdir
banner
banner