City og Real keppa um Musiala - Newcastle vill Calvert-Lewin - Gyökeres eftirsóttur af enskum félögum
   mán 23. september 2024 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Ian Wright sakar Haaland um heigulshátt
Mynd: Getty Images
Spekingurinn og fyrrum fótboltamaðurinn Ian Wright segist afar ósáttur við hegðun norska framherjans Erling Braut Haaland gagnvart Gabriel Magalhaes í leik Manchester City og Arsenal í gær.

Leikurinn var hitamikill og alveg frá fyrstu mínútu eftir að Kai Havertz axlaði Rodri í grasið.

Leandro Trossard fékk að líta rauða spjaldið áður en hálfleikurinn var úti, þá í stöðunni 2-1 fyrir gestunum, en undir lok síðari skoraði John Stones jöfnunarmark.

Í fögnuðinum hljóp Haaland inn í markið, sótti boltann og kastaði honum í hnakkann á Gabriel. Wright, sem lék með Arsenal hér árum áður, fannst þessi hegðun Haaland honum til skammar.

„Það sem gerði mig brjálaðan var þessi heigulsháttur hjá Haaland. Að kasta boltanum í hausinn á Gabriel, þegar hann er ekki að horfa. Það er alvöru heigulsháttur. Gabi myndi horfa í augu hans.“

„Ég horfi á þetta þannig að þetta er ótrúlega góður varnarmaður gegn ótrúlega góðum framherja, og þeir verða það til næstu ára. Ég elska að horfa á þá báða spila, en síðan gerir þú eitthvað huglaust eins og í þessu atviki?“

„Það er það sem pirraði mig mest í þessu. Bróðir, ég hélt að þú (Haaland), værir stærri en þetta,“
sagði Wright á Instagram.
Athugasemdir
banner
banner