Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
   fim 23. október 2025 11:01
Elvar Geir Magnússon
Svona voru fyrri viðureignir Vestra og KR í sumar
Aron Þórður jafnaði fyrir KR gegn Vestra á Ísafirði.
Aron Þórður jafnaði fyrir KR gegn Vestra á Ísafirði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fallbaráttan nær hámarki á laugardag þegar lokaumferð neðri hluta Bestu deildarinnar fer fram.

KR mætir Vestra á Ísafirði í úrslitaleik, sigur hjá öðru hvoru liðinu þar tryggir þeim áframhaldandi sæti í Bestu-deildinni á næsta tímabili.

Vesturbæingar þurfa að sækja til sigurs fyrir vestan og þá er liðið öruggt. Jafntefli nægir ekki. Vestri þarf sigur - Jafntefli dugar ef Afturelding vinnur ekki ÍA á sama tíma.

Fyrri viðureignir Vestra og KR á tímabilinu hafa verið jafnar og spennandi KR. vann 2-1 endurkomusigur í Laugardalnum á fyrsta degi júnímánaðar og 1-1 urðu lokatölurnar á Ísafirði á síðasta degi ágústmánaðar.

„Ég er ekkert fúll yfir því að taka stig á þessum velli á móti þessu liði," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, eftir þann. Það er þó alveg ljóst að hann verður fúll ef jafntefli verður niðurstaðan á laugardag.

Hér má lesa nánar um viðureignir Vestra og KR í sumar og sjá svipmyndir úr þeim:

KR 2 - 1 Vestri (1. júní)
0-1 Daði Berg Jónsson ('41 )
1-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('76 )
2-1 Atli Hrafn Andrason ('87 )
Lestu um leikinn



Vestri 1 - 1 KR (31. ágúst)
1-0 Vladimir Tufegdzic ('18 )
1-1 Aron Þórður Albertsson ('44 )
Lestu um leikinn



Á laugardaginn:
12:00 ÍBV-KA (Hásteinsvöllur)
14:00 Vestri-KR (Kerecisvöllurinn)
14:00 ÍA-Afturelding (ELKEM völlurinn)
Mynd: Fótbolti.net

Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 27 11 6 10 45 - 49 -4 39
2.    ÍA 27 11 1 15 37 - 50 -13 34
3.    ÍBV 27 9 6 12 34 - 37 -3 33
4.    KR 27 8 7 12 55 - 62 -7 31
5.    Vestri 27 8 5 14 26 - 44 -18 29
6.    Afturelding 27 6 9 12 36 - 46 -10 27
Hvernig fer Arsenal - Tottenham á sunnudaginn?
Athugasemdir
banner
banner