Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
„Van Dijk er besti miðvörður heims"
Pau Torres
Pau Torres
Mynd: EPA
Mynd: Heimasíða Liverpool
Pau Torres, varnarmaður Villarreal á Spáni, telur Virgil van Dijk, leikmann Liverpool, besta varnarmann heims í augnablikinu en hann talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Manchester United í Meistaradeildinni.

Spænski varnarmaðurinn er uppalinn hjá Villarreal og hefur staðið vaktina í vörninni síðustu ár.

Hann hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðuna með liðinu og vann meðal annars Evrópudeildina á síðasta tímabili er liðið hafði betur gegn Manchester United í úrslitum.

Torres er mikill aðdáandi Virgil van Dijk hjá Liverpool.

„Hann er besti miðvörður heims í augnablikinu. Líkamlegur styrkur hans er ótrúlegur og það skiptir ekki máli þó framherjinn sé fljótur, hann getur samt gefið honum pláss og samt vitað að hann vinni baráttuna. Þú verður að fylgjast með þeim bestu og sjá hvernig þeir höndla sumar aðstæður."

„Það er fróðlegt að fylgjast með því hvernig hann höndlar mikla pressu því þetta er lið sem spilar með leikmenn hátt á vellinum og þá hefur hann mikið pláss fyrir aftan sig. Það að fylgjast með honum staðsetja sig gegn skyndisóknum er mjög fræðandi."


Liverpool er eitt þeirra liða sem hefur fylgst með Torres en hann er ekkert að spá í framtíðinni eins og er.

„Ég á enn nokkur ár eftir af samningnum mínum. Ég tók þá ákvörðun að hugsa um það sem er best fyrir mig í augnablikinu og ég vildi spila í þessari keppni með þessu félagi því maður veit ekki hvenær þetta tækifæri mun næst koma upp," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner