Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 24. janúar 2020 16:30
Magnús Már Einarsson
Red Bull vill kaupa Bröndby - Stuðningsmenn brjálaðir
Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby.
Hjörtur Hermannsson er á mála hjá Bröndby.
Mynd: Getty Images
Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull hefur áhuga á að kaupa danska félagið Bröndby.

Fjallað er um málið í dönskum fjölmiðlum í dag en Red Bull hefur látið til sín taka í fóboltaheiminum undanfarin ár.

RB Leipzig í Þýskalandi og RB Salzburg í Austurríki eru í eigu Red Bull en bæði félög hafa náð eftirtektarverðum árangri.

Stuðningsmönnum Bröndby er ekki skemmt og stuðningsmannahópur félagsins ákvað að kaupa 135 miða í Eurojackpot lottóinu í dag.

Stuðningsmennirnir segjast ætla sjálfir að nota peninginn til að kaupa sjálfir Bröndby ef þeir vinna í lottóinu, en þeir vilja ekki sjá að Red Bull eignist félagið.
Athugasemdir
banner
banner