Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. janúar 2021 14:06
Ívan Guðjón Baldursson
Enski bikarinn: Abraham setti þrennu og Werner klúðraði víti
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chelsea 3 - 1 Luton
1-0 Tammy Abraham ('11)
2-0 Tammy Abraham ('17)
2-1 Jordan Clark ('30)
3-1 Tammy Abraham ('74)
3-1 Timo Werner, misnotað víti ('86)

Chelsea tók á móti Championship liði Luton Town í fyrsta leik dagsins í enska bikarnum og úr varð fjörugur fyrri hálfleikur.

Chelsea stjórnaði gangi mála í upphafi leiks og skoraði Tammy Abraham tvennu á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Gestirnir frá Luton vöknuðu til lífsins við það og sýndu frábærar rispur. Þeir náðu að minnka muninn með skoti frá Jordan Clark eftir fyrirgjöf. Kepa Arrizabalaga hefði líklegast átt að verja skotið en inn fór það.

Luton komst nálægt því að jafna fyrir leikhlé en staðan var 2-1 þegar dómarinn flautaði. Chelsea tók völdin aftur í sínar hendur í síðari hálfleik.

Abraham fullkomnaði þrennuna á 74. mínútu eftir frábæran undirbúning frá ungstirnunum Callum Hudson-Odoi og Billy Gilmour.

Chelsea verðskuldaði forystuna og hefði getað bætt fjórða markinu við en Timo Werner brenndi af á vítapunktinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner