Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 24. janúar 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Talsverður áhugi á Viðari Ara sem flýtir sér hægt
Mynd: KSÍ
Viðar Ari Jónsson átti frábært tímabil með Sandefjord í Noregi, var fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar og lék í kjölfarið tvo landsleiki nú janúar.

Viðar er 27 ára og spilaði oftast á hægri kantinum á síðasta tímabili.

Viðar varð samningslaus eftir tímabilið 2021. Hann getur því samið við annað félag og hefur verið talsverður áhugi á honum að undanförnu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Viðar hafnað samningstilboðum frá Noregi, Svíþjóð og Ungverjalandi.

„Ég myndi fyrst og fremst vilja fara og prófa eitthvað annað. Ég er búinn að vera í fjögur ár í Noregi og myndi segja að ég sé kominn á vissa endastöð í norska boltanum. Ég er búinn að spila oft á þessum völlum og farinn að þekkja alltof marga hérna - orðið eins og í Pepsi-deildinni heima. Ég myndi gjarnan vilja, ef tækifærið kæmi, fara út fyrir Noreg og draumurinn væri að fara eitthvað inn í Evrópu. Ef ekki, þá skoðar maður önnur lið í Skandinavíu eða hvað sem kemur upp," sagði Viðar við Fótbolta.net í nóvember.

Sjá einnig:
„Einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og Whatsapp"
Athugasemdir
banner
banner