þri 24. janúar 2023 11:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arsenal sagt leiða kapphlaupið um Fresneda
Mynd: Getty Images
Ivan Fresneda, hægri bakvörður Valladolid, er mjög eftirsóttur þessa dagana. Þessi átján ára Spánverji verður líklega keyptur í glugganum.

Football Insider fjallar um að Arsenal leiði kapphlaupið um leikmanninn, sé komið fram fyrir Dortmund í baráttunni.

Fjallað er um að Valladolid muni halda Fresneda út tímabilið á láni. Kaupverðið verði um þrettán milljónir punda.

Newcastle hefur einnig sýnt honum áhuga. Hann er uppalinn hjá Real Madrid og Leganes og gekk í raðir Valladolid árið 2020. Fyrsti leikur hans fyrir aðalliðið kom fyrir ári síðan. Á þessari leiktíð hefur hann spilað tíu leiki í La Liga.

Ef Arsenal krækir í Fresneda verður hann þriðji leikmaðurinn sem Arsenal fær í glugganum. Leandro Trossard og Jakub Kiwior gengu í raðir toppliðsins sitthvoru megin við helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner