Nick Pope hefur haldið hreinu í tíu leikjum í röð með Newcastle eftir að liðið lagði Southampton með einu marki gegn engu í enska deildabikarnum í kvöld.
Bruno Guimaraes og Pope voru í viðtali hjá Sky Sports eftir leikinn og var Guimaraes spurður út í frammistöðu Pope á tímabilinu.
„Ég vil þakka Nick Pope fyrir. Hann hefur verið magnaður fyrir okkur. Hann er besti markvörður í heimi," sagði Guimaraes.
Pope var valinn maður leiksins en hann átti nokkrar frábærar vörslur í kvöld og sá til þess að liðið verður með forystu fyrir síðari leikinn á heimavelli.
???? clean sheets in a row for @Popey1992!
— Newcastle United FC (@NUFC) January 24, 2023
Absolutely sensational ???? pic.twitter.com/R4uPLeE8KI
Athugasemdir