Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 24. janúar 2023 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Guimaraes: Pope er besti markvörður heims

Nick Pope hefur haldið hreinu í tíu leikjum í röð með Newcastle eftir að liðið lagði Southampton með einu marki gegn engu í enska deildabikarnum í kvöld.


Bruno Guimaraes og Pope voru í viðtali hjá Sky Sports eftir leikinn og var Guimaraes spurður út í frammistöðu Pope á tímabilinu.

„Ég vil þakka Nick Pope fyrir. Hann hefur verið magnaður fyrir okkur. Hann er besti markvörður í heimi," sagði Guimaraes.

Pope var valinn maður leiksins en hann átti nokkrar frábærar vörslur í kvöld og sá til þess að liðið verður með forystu fyrir síðari leikinn á heimavelli.


Athugasemdir
banner