Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 24. febrúar 2024 13:38
Aksentije Milisic
Calhanoglu segist vera betri en Rodri og Kroos
Mynd: EPA

Hakan Calhanoglu, leikmaður Inter Milan, hefur spilað frábærlega á þessu tímabili en Inter hefur verið óstöðvandi til þessa.


Hakan er að spila sem djúpur miðjumaður og hefur Tyrkinn gert það einstaklega vel. Inter er á toppnum í Serie A deildinni á Ítalíu og þá er liðið í fullu fjöri í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Þessi þrítugi leikmaður gekk í raðir Inter frá erkifjendunum í AC Milan árið 2021 en hjá AC var hann að spila sem sóknarsinnaður miðjumaður. Hjá Inter hefur hann fengið annað hlutverk og sprungið út.

„Ég var einn af bestu miðjumönnum heims fyrir nokkrum mánuðum en enginn trúði mér. Ég trúi alltaf á sjálfan mig og veit hvað ég get, ég hræðist engan,” sagði Hakan.

„Enzo Fernandez er í fimmta, fjórða Kimmich, þriðja Toni Kroos, öðru Rodri og í fyrsta Calhanoglu,” svaraði kappinn þegar hann var spurður út í fimm bestu djúpa miðjumenn heims.

Þá talaði Calhanoglu um hversu mikið hann elskar Inter en hann ku hafa hafnað risa tilboði frá Sádi-Arabíu síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner