Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 24. febrúar 2024 15:54
Aksentije Milisic
Lengjubikarinn: Þróttur skoraði á fjórðu mínútu uppbótartímanns gegn ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Þróttur R 2-1 ÍBV
0-1 Markaskorara vantar ('26)
1-1 Markaskorara vantar ('49)
2-1 Markaskorara vantar ('94)


Þróttur R og ÍBV áttust við á AVIS vellinum í dag en spilað var í A-deild Lengjubikarsins í riðli 2. Fyrr í dag vann ÍR sigur á Fylki í sama riðli.

Gestirnir frá Vestmannaeyjum byrjuðu betur og komust í forystu þegar 26. mínútur voru liðnar. Þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés en Þróttarar náðu að svara í þeim síðari.

Þróttur jafnaði í upphafi síðari hálfleiks og allt stefndi í 1-1 jafntefli. Það var hins vegar á 94. mínútu leiksins sem Þróttur fékk vítaspyrnu og skoraði. Dramatískt þrjú stig í hús hjá Lengjudeildarliðinu.

Þróttur er með sex stig eftir þrjá leiki en ÍBV er enn án stiga í riðlinum.

Fréttin mun uppfærast með markaskorurum.


Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 5 4 0 1 19 - 7 +12 12
2.    ÍR 5 3 0 2 12 - 14 -2 9
3.    Þróttur R. 5 2 1 2 7 - 9 -2 7
4.    Fylkir 5 2 0 3 9 - 8 +1 6
5.    Fram 5 1 2 2 8 - 9 -1 5
6.    ÍBV 5 1 1 3 9 - 17 -8 4
Athugasemdir
banner
banner
banner