Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 24. mars 2020 17:00
Elvar Geir Magnússon
Neville: Þeim var sama hvor þeirra skoraði
Cole og Yorke voru magnaðir saman.
Cole og Yorke voru magnaðir saman.
Mynd: Getty Images
Gary Neville segir að Dwight Yorke og Andy Cole hafi verið öflugasta sóknarpar sem hann hafi spilað með hjá Manchester United.

Stærsta stund þeirra kom 1999 þegar United vann þrennuna en Samtals skoruðu Yorke og Cole 53 mörk á því tímabili.

„Í minningunni þá small þetta ekki saman hjá þeim strax. Það tók 10-15 leiki fyrir þá að ná saman. Ég man eftir útileik gegn Leicester þar sem eitthvað sérstakt átti sér stað," segir Neville.

„Svo byrjuðu þeir að ná vel saman utan vallar, það var mikil virðing milli þeirra tveggja. Þeim var alveg sama um það hvor þeirra skoraði. Ég tel að það sé einstakt því það er ríkt í markaskorurum að þeir þurfi sjálfir að skora til að vera ánægðir. Coley og Yorkey samglöddust hvor öðrum."

Neville viðurkennir að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu góður Yorke væri þegar hann kom frá Aston Villa.

„Dwight Yorke var ótrúlegur leikmaður. Hann gat gert allt. Hann gat skorað mörk, lagt upp spil, opnað svæði, tekið á rás með boltann og komið öðrum í spilið. Hann var sóknarmaður sem bauð upp á allt," segir Neville.

„Þegar ég kom fyrst inn í aðalliðið voru Eric Cantona og Mark Hughes. Svo kom tímabil með Yorke og Cole og Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær. Svo komu Ruud van Nistelrooy, Wayne Rooney og Carlos Tevez sem voru líka magnaðir."

„Ég tel að Yorke og Cole séu besta parið vegna þess sem þeir gerðu þetta magnaða tímabili."
Athugasemdir
banner
banner
banner