Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var ekki sáttur með Endrick eftir 1-0 sigur liðsins gegn Getafe í gær.
Endrick var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni síðan hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar frá Palmeiras
Endrick var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í deildinni síðan hann gekk til liðs við félagið síðasta sumar frá Palmeiras
Ungi framherjinn fékk tvö mjög góð færi en hann fór illa með seinna færið. Hann var kominn einn gegn David Soria, markverði Getafe og ákvað að vippa boltanum en það fór ekki betur en svo að Soria greip boltann.
„Hann gat ekki gert betur í fyrra færinu. Hann var mögulega rangstæður í seinna færinu en hann má ekki gera þetta. Hann eer ungur og hann verður að læra. Hann á að skjóta eins vel og hægt er og hætta að trúðast," sagði Ancelotti.
Athugasemdir