Endrick, framherji Real Madrid á Spáni, er sagður opinn fyrir því að fara félaginu í sumar til að fá meiri leikreynslu.
Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur verið titlaður sem einn sá efnilegasti til að koma frá Brasilíu síðan Neymar kom fram á sjónarsviðið.
Hann vann fimm titla og var valinn í lið ársins í brasilísku deildinni áður en hann kom til Real Madrid og var eðlilega mikil spenna fyrir þessum efnielga leikmanni.
Brasilíumaðurinn hefur hins vegar fengið sárafáar mínútur til að sanna sig með spænska stórliðinu á fyrsta tímabili sínu og er mínútufjöldinn aðeins um 700 mínútur í 33 leikjum.
Hann hefur skorað 7 mörk í öllum keppnum, þar af fimm í bikarnum, en aðeins eitt í deild.
Relevo segir að Endrick sé opinn fyrir því að fara frá Real Madrid í sumar á láni til að öðlast meiri leikreynslu, það er að segja ef hann fær ekki loforð um fleiri mínútur á næstu leiktíð.
Carlo Ancelotti hættir væntanlega með Real Madrid eftir tímabilið og er líklegast að Xabi Alonso tekur við. Endanleg ákvörðun Endrick mun því ekki liggja fyrir fyrr en hann fær að vita hvort hann sé í plönum framtíðarþjálfara félagsins.
Athugasemdir