
Óskar Jónsson er búinn að skipta um félag og mun reyna fyrir sér með Leikni R. í Lengjudeildinni í sumar.
Óskar er öflugur miðjumaður sem er að snúa aftur í íslenska boltann eftir rúmt ár í fjarveru vegna slæmra meiðsla.
Óskar sleit krossband í janúar í fyrra þegar hann var á mála hjá Fram, eftir að hafa spilað 22 leiki fyrir Fram í Bestu deildinni 2023.
Hann á leiki að baki fyrir Breiðablik, Þór, ÍR og Gróttu en hafði verið hjá Fram í þrjú ár þegar hann sleit krossband, en hann þurfti einnig að glíma við erfið meiðsli sumarið 2022.
Óskar er fæddur 1997 og lék á sínum tíma fjóra leiki fyrir U19 landslið Íslands. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki.
Óskar á yfir 100 leiki að baki í tveimur efstu deildum íslenska boltans. Hann gæti reynst afar mikilvægur liðsstyrkur fyrir Leiknismenn sem fengu 28 stig úr 22 umferðum í Lengjudeildinni í fyrra.
Athugasemdir