Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 24. maí 2023 21:01
Brynjar Ingi Erluson
England: Þrjú mörk dæmd af er Brighton og Man City skildu jöfn - Liverpool öruggt með fimmta sætið
Julio Enciso skorar draumamark sitt í leiknum
Julio Enciso skorar draumamark sitt í leiknum
Mynd: Getty Images
Foden gerði mark Man City
Foden gerði mark Man City
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 1 Manchester City
0-1 Phil Foden ('25 )
1-1 Julio Enciso ('38 )

Brighton mun spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili en þetta varð ljóst eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Manchester City á AMEX-leikvanginum í kvöld. VAR tók tvö mörk af Brighton og eitt af Man City í leiknum.

Leikurinn var afar skemmtilegur fyrir hinn almenna áhorfanda en það voru heimamenn í Brighton sem voru betri til að byrja með og átti Danny Welbeck meðal annars skot í stöng úr aukaspyrnu áður en Phil Foden tók forystuna fyrir Man City.

Erling Braut Haaland fékk boltann við miðsvæðið, spilaði honum á Riyad Mahrez, sem kom síðan með langan bolta yfir vörnina og á Haaland sem var sloppinn einn í gegn. Haaland ákvað að renna honum til hliðar á Foden í stað þess að keyra sjálfur á markið og kom Foden boltanum í netið.

Kaoru Mitoma taldi sig hafa jafnað sex mínútum síðar er hann kom boltanum í netið eftir hornspyrnu Pascal Gross, en hann var dæmdur brotlegur fyrir að handleika knöttinn og markið því tekið af.

Sjö mínútum eftir það kom jöfnunarmarkið og var það svo sannarlega gott og gilt. Julio Enciso fékk boltann fyrir utan teiginn og þrumaði honum í samskeytin hægra megin. Eitt af mörkum tímabilsins.

Á 44. mínútu kom Welbeck boltanum í markið eftir sendingu frá Mitoma, en aftur var markið tekið af og í þetta sinn vegna rangstöðu.

Haaland taldi sig hafa skorað sigurmarkið á 79. mínútu er hann stangaði fyrirgjöf Cole Palmer í netið. VAR skoðaði atvikið frekar og dæmdi markið af þar sem Haaland reif í treyju Levi Colwill.

Liðin neyddust því til að deila stigunum í dag en það eru góðar fréttir fyrir Brighton því liðið er nú öruggt með sæti í Evrópudeildina á næsta tímabili. Brighton er með 62 stig í 6. sæti og er það því ljóst að Liverpool er öruggt með 5. sætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner