Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   mán 24. júní 2013 22:41
Brynjar Ingi Erluson
Óli Kristjáns: Við skrúfuðum á ákveðnum hnöppum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, var að vonum sáttur með sigurinn á Val í kvöld.

,,Erfiður leikur, góður andstæðingur, sem er sterkt lið Vals og búið að vera feykilega sterkt í sumar og var það í þessum leik. Við vorum að koma úr 120 mínútum á fimmtudaginn á móti Akranesi og lögðum leikinn þannig upp án þess að gera leikmenn meðvitaða um það," sagði Ólafur.

,,Við skrúfuðum á ákveðnum hnöppum í hálfleik og mér fannst við smám saman ná góðum tökum á leiknum og kremja hann eins og maður segir, þeir áttu ekki séns gegn öftustu línunni okkar og varnarleik."

Breiðablik er komið í fjórða sætið með 16 stig, einu stigi fyrir ofan Val sem er í fimmta sætinu.

,,Þrjú stig sem koma í sarpinn og telja jafn mikið og öll önnur, eins og fyrir leikinn að það var ljóst að ynnum við ekki leikinn þá færu Valsarar fram úr okkur og það vildum við ekki láta gerast," sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner