Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   þri 24. júlí 2018 11:23
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna til Gençlerbirliği (Staðfest)
Kári spilar í Víkingslitunum með Gençlerbirliği!
Kári spilar í Víkingslitunum með Gençlerbirliği!
Mynd: Gençlerbirliği
Miðvörðurinn Kári Árnason hefur gert eins árs samning við Gençlerbirliği í Ankara sem leikur í tyrknesku B-deildinni.

Liðið féll úr efstu deild á síðasta tímabili.

Kári var búinn að skipta yfir í uppeldisfélag sitt, Víking Reykjavík, eftir langa veru í atvinnumennsku en spilaði ekki leik fyrir liðið.

„Ég hef áfram samband við Víkinga og ætla mér að spila með þeim næsta sumar," sagði Kári við Morgunblaðið í vikunni.

Kári er 35 ára miðvörður sem ekki þarf að kynna fyrir íslenskum fótboltaáhugamönnum enda verið lykilmaður á blómaskeiði landsliðsins. Hann hefur leikið 69 landsleiki og skorað fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner