Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   fös 24. júlí 2020 00:18
Arnar Laufdal Arnarsson
Ívar Örn: Hefði ekki getað skrifað þetta betur
Kom til HK frá Val í lok félagsskiptagluggans
Kom til HK frá Val í lok félagsskiptagluggans
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ívar Örn Jónsson bakvörður HK-inga og maður leiksins í Kópavogsslagnum var gríðarlega sáttur eftir frábæran sigur HK gegn Breiðablik í kvöld en leikar enduðu með 1-0 sigri HK í 8. umferð Pepsi-Max deildar karla.

"Við vorum bara þéttir og fastir fyrir í dag og það skóp sigurinn og hann er ógeðslega sætur, það er ógeðslega gaman að vinna Breiðablik þegar maður er í HK, kærkominn sigur eins og þú segir vorum ekki búnir að vinna í langan tíma en við tökum þessi þrjú stig og fögnum þeim rækilega" Sagði Ívar peppaður eftir þennan frábæra sigur.

Ívar er uppalinn HK-ingur en hefur verið að spila með Víking Reykjavík og Val seinustu ár, hvernig var það að koma til baka í HK og vinna svo nágranna sína í Breiðablik?

"Frábært, geðveikt, ég bara veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu í rauninni ég hefði bara ekki getað skrifað þetta betur"

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Breiðablik

Gekk leikskipulag HK-inga fullkomlega upp að mati Ívars?

"Já ég myndi segja það, við gerðum svolítið ráð fyrir því að þeir myndu vera meira með boltann sem var raunin og við vorum bara þokkalega þéttir, þeir lágu svolítið á okkur í lokin kannski og við hefðum kannski viljað ýta línunni upp en annars gekk þetta bara vel, við héldum hreinu og erum bara mjög ánægðir með þetta"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir