Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 24. júlí 2020 20:13
Aksentije Milisic
Mbappe yfirgaf völlinn í tárum
Þessa stundina eigast við PSG og Saint-Etienne í úrslitum franska bikarsins. Kylian Mbappe, sóknarmaður PSG, haltraði útaf og var í tárum eftir 30. mínútna leik.

Loic Perrin átti þá slæma tæklingu á Mbappe og snérist ökklin hans mjög illa. Í kjölfarið sauð allt upp úr og fékk Marco Veratti, leikmaður PSG, gult spjald á varamannabekknum. Perrin fékk rautt spjald fyrir tæklinguna.

Þann 12. ágúst mætast PSG og Atalanta í 8. liða úrslitum Meistaradeildarinnar og eru menn strax farnir að hafa áhyggjur hvort Mbappe verði klár í þann slag.

Þegar þetta er skrifað er hálfleikur og leiðir PSG leikinn með einu marki gegn engu. Neymar skoraði markið.

Hér að neðan má sjá atvikið.


Athugasemdir
banner