Þessa stundina eigast við PSG og Saint-Etienne í úrslitum franska bikarsins. Kylian Mbappe, sóknarmaður PSG, haltraði útaf og var í tárum eftir 30. mínútna leik.
Loic Perrin átti þá slæma tæklingu á Mbappe og snérist ökklin hans mjög illa. Í kjölfarið sauð allt upp úr og fékk Marco Veratti, leikmaður PSG, gult spjald á varamannabekknum. Perrin fékk rautt spjald fyrir tæklinguna.
Þann 12. ágúst mætast PSG og Atalanta í 8. liða úrslitum Meistaradeildarinnar og eru menn strax farnir að hafa áhyggjur hvort Mbappe verði klár í þann slag.
Þegar þetta er skrifað er hálfleikur og leiðir PSG leikinn með einu marki gegn engu. Neymar skoraði markið.
Hér að neðan má sjá atvikið.
Tackle just on Mbappe !!!! Horrible tackle !!! pic.twitter.com/AujXWkxxyQ
— Justin (@jutin__) July 24, 2020
Athugasemdir