Það var mikið af æfingaleikjum sem fóru fram í dag og vann Brighton stórsigur gegn japanska félaginu Kashima Antlers.
Brighton er búið að krækja sér í nokkra unga og efnilega leikmenn í sumarglugganum og skoruðu tveir þeirra mörkin í dag, þar sem Yankuba Minteh gerði fyrsta markið á 15. mínútu áður en Amario Cozier-Duberry setti tvennu eftir leikhlé.
Brighton borgaði væna fúlgu fjárs til að kaupa Minteh frá Newcastle í sumar, á meðan hinn gífurlega eftirsótti Cozier-Duberry kom á frjálsri sölu frá Arsenal.
Brighton vann viðureignina með fimm mörkum gegn einu á meðan Borussia Dortmund lagði japanska félagið Cerezo Osaka að velli.
Þar komst Dortmund í þriggja marka forystu með þremur mörkum á fimm mínútna kafla, þar sem Karim Adeyemi skoraði tvö og Jamie Bynoe-Gittens eitt. Sébastien Haller lagði upp tvö markanna.
Southampton lagði þá Bordeaux að velli á meðan Lyon tapaði fyrir St. Pauli og Marseille fór létt með Toulon.
Bologna, Monza, Köln og Hoffenheim unnu einnig æfingaleiki í dag, rétt eins og FC Bayern sem skoraði 14 mörk. Þar setti Mathys Tel þrennu í fyrri hálfleik.
Manchester City tapaði þá 3-4 gegn Celtic er liðin mættust í Bandaríkjunum. Man City tefldi fram afar ungu liði og var Oscar Bobb aðalmaðurinn með mark og tvær stoðsendingar.
Erling Haaland skoraði eitt mark í tapinu. Nicolas-Gerrit Kuhn var allt í öllu í liði Celtic þar sem hann skoraði tvö og lagði eitt mark upp í sigrinum.
Kashima Antlers 1 - 5 Brighton
0-1 Yankuba Minteh ('15)
0-2 Jeremy Sarmiento ('51)
0-3 Yasin Ayari ('54)
0-4 Amario Cozier-Duberry ('62)
0-5 Amario Cozier-Duberry ('74)
1-5 H. Tokuda ('84)
Cerezo Osaka 2 - 3 Borussia Dortmund
0-1 Karim Adeyemi ('26)
0-2 Jamie Bynoe-Gittens ('29)
0-3 Karim Adeyemi ('30)
1-3 M. Shibayama ('66)
2-3 R. Sakata ('73)
Bordeaux 2 - 3 Southampton
0-1 Tyler Dibling ('19)
1-1 A. Diallo ('20)
1-2 Samuel Amo-Ameyaw ('50)
1-3 Sekou Mara ('56)
2-3 J. Marques ('82)
Man City 3 - 4 Celtic
0-1 Nicolas-Gerrit Kuhn ('13)
1-1 Oscar Bobb ('33)
1-2 Nicolas-Gerrit Kuhn ('36)
1-3 Kyogo Furuhashi ('44)
2-3 Maximo Perrone ('46)
3-3 Erling Haaland ('57)
3-4 Luis Palma ('68)
Rottach-Egern 1 - 14 FC Bayern
0-1 Adin Licina ('24)
0-2 Adin Licina ('25)
0-3 Mathys Tel ('26)
0-4 Mathys Tel ('27)
1-4 T. Schlichtner ('28)
1-5 Noussair Mazraoui ('33)
1-6 Mathys Tel ('41)
1-7 Raphael Guerreiro ('42)
1-8 Arijon Ibrahimovic ('56)
1-9 Nestory Irankunda ('59)
1-10 Nestory Irankunda ('60)
1-11 Sacha Boey ('66)
1-12 Mudaser Sadat ('69)
1-13 Jonathan Asp ('78)
1-14 Noel Aseko-Nkili ('79)
St. Pauli 1 - 0 Lyon
Marseille 3 - 0 Toulon
Bologna 2 - 0 Brixen
Monza 2 - 0 Alcione Milano
Swansea 1 - 2 Köln
Elversberg 1 - 3 Hoffenheim
Besiktas 0 - 0 Bandirmaspor
Athugasemdir