Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mið 24. júlí 2024 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kópavogsvelli
Dóri Árna: Ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar mæta Drita frá Kosóvó á morgun.
Blikar mæta Drita frá Kosóvó á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli.
Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er alltaf skemmtilegur partur af sumrinu, þessir Evrópuleikir," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Á morgun spilar Breiðablik fyrri leik sinn gegn Drita frá Kosóvó í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn er á Kópavogsvelli.

„Alexander Helgi er tæpur fyrir þessa leiki en aðrir eru klárir."

Hann segir erfitt að rýna í þetta Drita lið frá Kosóvó. „Þeir hafa auðvitað ekkert spilað á þessu tímabili en við erum með leikina frá því í fyrra. Þeir hafa spilað öðruvísi í deildinni en í Evrópu. Vissulega hafa þeir mætt sterkum andstæðingum í Evrópu síðustu ár. Lið frá Kosóvó hafa náð mjög góðum árangri í Evrópu og eru hátt skrifuð. Það er ástæðan fyrir því að þeir koma inn í annarri umferð," sagði Halldór.

„Það hefði verið ágætt ef þeir hefðu spilað í fyrstu umferð því þá hefðum við átt meira um þá. Við þurfum að vera undirbúnir fyrir það að þeir komi hingað og pressi mjög hátt eins og í deildinni heima. Við erum klárir í hvað sem er."

Þú skapar þína eigin heppni
Ertu ánægður með þann drátt að fá þetta lið?

„Þetta er svo flókið maður. Upprunalega eru þetta rosalega mörg lið sem þú getur mætt. Við erum í efri styrkleikaflokki og hefðum getað fengið miklu lægra skrifaðan andstæðing. En þetta er lið sem við eigum mjög góðan möguleika á því að slá út og við ætlum okkur að gera það."

„Þessi lið frá Kosóvó eru hátt skrifuð því þau hafa náð góðum árangri og kunna að vera í Evrópu. Við þurfum að taka þá alvarlega en við ætlum að slá þá út."

Ef Breiðablik slær út Drita mun liðið mæta sigurvegaranum í einvígi Cliftonville frá Norður-Írlandi og Auda frá Lettlandi. Möguleikarnir á því að komast í umspil um sæti í riðlakeppni eru frekar góðir en Blikar voru 'seeded' í drættinum eftir að hafa náð góðum árangri í Evrópukeppni í fyrra.

„Það er mikilvægt að vera með hausinn á einum leik í einu, gamla klisjan. Það sem hjálpar okkur er árangur síðustu ára, að við erum þá í efri styrkleikaflokki í þremur umferðum. Það gefur okkur aukna möguleika á að ná langt."

„Auðvitað er alltaf heppni og óheppni í þessu, en þú skapar þína eigin heppni. Víkingar skapa sína heppni með því að vera meistarar í fyrra og þá fá þeir aðra andstæðinga en hin liðin í Sambandsdeildinni. Við erum í efri styrkleikaflokki og fáum lægra skrifuð lið í okkar potta en Valur og Stjarnan sem eru 'unseeded'. Innan einhverra ramma er þetta spurning um heppni og óheppni en það er líka mjög mikilvægt að safna stigum, bæði fyrir félagið og fyrir landið. Ísland getur komið sér upp um sæti og fengið betri sæti í þessum Evrópukeppnum," sagði Halldór en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem ræðir meðal annars meira um Drita.
Athugasemdir
banner
banner