Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   mið 24. júlí 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
McBurnie á leið til Las Palmas
Oli McBurnie.
Oli McBurnie.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Oli McBurnie er að ganga í raðir spænska félagsins Las Palmas.

Hann er búinn að ná persónulegu samkomulagi við félagið og er búið að bóka hann í læknisskoðun á föstudaginn.

McBurnie er 28 ára gamall skoskur sóknarmaður sem hefur leikið með Sheffield United frá 2019. Hann er núna án félags eftir að samningur hans þar rann út.

Hann var á sínum tíma keyptur til Sheffield United fyrir 20 milljónir punda, en á síðasta tímabili gerði hann sex mörk í 21 leik í ensku úrvalsdeildinni.

Las Palmas hafnaði í 16. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner