Dagana 24. - 28. júlí fer fram eina alþjóðlega knattspyrnumótið hér á landi þegar Rey Cup fer fram. Til leiks í ár eru skráð mörg af stærstu félagsliðum Evrópu og hafa Bayern Munchen, Arsenal, Hammarby og FC Nordsjælland skráð sig til leiks í U16 keppni kvenna og mun Ascent Soccer frá Malaví mæta til leiks að nýju með tvö lið, bæði í U16 karla þar sem þeir urðu hlutskarpastir í fyrra og í U16 kvenna. Magnað að sjá knattspyrnulið frá Malaví koma til Íslands.
Rey Cup leitar að dómurum á mótið sem hafa áhuga á að taka þátt í þessari knattspyrnuveislu. Undanfarin ár hafa mætt öflugir sjálfboðaliðar allsstaðar af landinu til að dæma og í ár er von á metfjölda dómara erlendis frá eða 13 talsins.
Allir dómarar fá allan búnað sem til þarf og eru veitingar og drykkir í boði allan tímann á meðan mótinu stendur.
Mótið er tilvalið til að kynnast öðrum dómurum, íslenskum sem erlendum og taka þátt í frábærri upplifun.
Áhugasamir aðilar geta haft samband við Hall Hallsson, íþróttastjóra Þróttar, [email protected] eða í síma 696-8059.
Við hvetjum dómara af báðum kynjum til að hafa samband.
Athugasemdir