Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
   lau 24. ágúst 2019 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg fannst rauða spjaldið réttur dómur - „Gerum þetta saman"
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Eins og ég hef sagt áður, þá viljum við vinna alla leiki," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs Akureyri, eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

Þetta var annað jafntefli Þórs í röð á heimavelli og er liðið núna í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Þór eru einu stigi á eftir Gróttu, en Grótta á auðveldara leikjaplan eftir en Þór.

„Augljóslega verðum við að gera betur. Það eina sem við getum gert er að hugsa um næsta leik, við verðum að vinna þann leik."

„Við höfum ekki tapað leik frá því í júní. Við verðum að bæta okkur á heimavelli. Við höfum verið mjög góðir á útivelli. Það eru alltaf vonbrigði ekki að vinna á heimavelli og við vitum að við verðum að gera betur."

Rauða spjaldið sem Leiknismenn fengu í fyrri hálfleiknum vakti mikla athygli. Gestirnir úr Breiðholti voru gjörsamlega trylltir yfir dómnum, en Gregg fannst það réttur dómur.

„Mér fannst það einfalt rautt spjald því hann fór of hátt með fótinn og hann kom of seint inn í baráttuna. Þetta var alltaf rautt spjald og þannig er það."

Þór var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft. Einum færri misstu Þórsarar forystuna.

„Ég hef ekki talað enn við strákana. Þeir þurfa að melta þetta. Við tölum um leikinn á mánudaginn. Auðvitað er pirrandi að tapa niður forystunni því þú vilt vinna. En við verðum að gera þetta saman og sem fótboltafélag."

„Við getum annað hvort verið neikvæðir eða jákvæðir, og gera þetta saman. Það er það eina sem ég er að hugsa um, að við ætlum að gera þetta saman."

Ætlar Þór að vera í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili? „Við eigum góða möguleika á því. Við verðum bara að standa saman og reyna að gera það."

Viðtalið við Gregg Ryder má í heild sinni sjá hér að ofan.
Athugasemdir