Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   lau 24. ágúst 2019 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg fannst rauða spjaldið réttur dómur - „Gerum þetta saman"
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Eins og ég hef sagt áður, þá viljum við vinna alla leiki," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs Akureyri, eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

Þetta var annað jafntefli Þórs í röð á heimavelli og er liðið núna í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Þór eru einu stigi á eftir Gróttu, en Grótta á auðveldara leikjaplan eftir en Þór.

„Augljóslega verðum við að gera betur. Það eina sem við getum gert er að hugsa um næsta leik, við verðum að vinna þann leik."

„Við höfum ekki tapað leik frá því í júní. Við verðum að bæta okkur á heimavelli. Við höfum verið mjög góðir á útivelli. Það eru alltaf vonbrigði ekki að vinna á heimavelli og við vitum að við verðum að gera betur."

Rauða spjaldið sem Leiknismenn fengu í fyrri hálfleiknum vakti mikla athygli. Gestirnir úr Breiðholti voru gjörsamlega trylltir yfir dómnum, en Gregg fannst það réttur dómur.

„Mér fannst það einfalt rautt spjald því hann fór of hátt með fótinn og hann kom of seint inn í baráttuna. Þetta var alltaf rautt spjald og þannig er það."

Þór var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft. Einum færri misstu Þórsarar forystuna.

„Ég hef ekki talað enn við strákana. Þeir þurfa að melta þetta. Við tölum um leikinn á mánudaginn. Auðvitað er pirrandi að tapa niður forystunni því þú vilt vinna. En við verðum að gera þetta saman og sem fótboltafélag."

„Við getum annað hvort verið neikvæðir eða jákvæðir, og gera þetta saman. Það er það eina sem ég er að hugsa um, að við ætlum að gera þetta saman."

Ætlar Þór að vera í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili? „Við eigum góða möguleika á því. Við verðum bara að standa saman og reyna að gera það."

Viðtalið við Gregg Ryder má í heild sinni sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner