Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 24. ágúst 2019 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg fannst rauða spjaldið réttur dómur - „Gerum þetta saman"
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Eins og ég hef sagt áður, þá viljum við vinna alla leiki," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs Akureyri, eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

Þetta var annað jafntefli Þórs í röð á heimavelli og er liðið núna í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Þór eru einu stigi á eftir Gróttu, en Grótta á auðveldara leikjaplan eftir en Þór.

„Augljóslega verðum við að gera betur. Það eina sem við getum gert er að hugsa um næsta leik, við verðum að vinna þann leik."

„Við höfum ekki tapað leik frá því í júní. Við verðum að bæta okkur á heimavelli. Við höfum verið mjög góðir á útivelli. Það eru alltaf vonbrigði ekki að vinna á heimavelli og við vitum að við verðum að gera betur."

Rauða spjaldið sem Leiknismenn fengu í fyrri hálfleiknum vakti mikla athygli. Gestirnir úr Breiðholti voru gjörsamlega trylltir yfir dómnum, en Gregg fannst það réttur dómur.

„Mér fannst það einfalt rautt spjald því hann fór of hátt með fótinn og hann kom of seint inn í baráttuna. Þetta var alltaf rautt spjald og þannig er það."

Þór var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft. Einum færri misstu Þórsarar forystuna.

„Ég hef ekki talað enn við strákana. Þeir þurfa að melta þetta. Við tölum um leikinn á mánudaginn. Auðvitað er pirrandi að tapa niður forystunni því þú vilt vinna. En við verðum að gera þetta saman og sem fótboltafélag."

„Við getum annað hvort verið neikvæðir eða jákvæðir, og gera þetta saman. Það er það eina sem ég er að hugsa um, að við ætlum að gera þetta saman."

Ætlar Þór að vera í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili? „Við eigum góða möguleika á því. Við verðum bara að standa saman og reyna að gera það."

Viðtalið við Gregg Ryder má í heild sinni sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner