Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   lau 24. ágúst 2019 19:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gregg fannst rauða spjaldið réttur dómur - „Gerum þetta saman"
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Eins og ég hef sagt áður, þá viljum við vinna alla leiki," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þórs Akureyri, eftir 1-1 jafntefli gegn Leikni í Inkasso-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Þór 1 -  1 Leiknir R.

Þetta var annað jafntefli Þórs í röð á heimavelli og er liðið núna í þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. Þór eru einu stigi á eftir Gróttu, en Grótta á auðveldara leikjaplan eftir en Þór.

„Augljóslega verðum við að gera betur. Það eina sem við getum gert er að hugsa um næsta leik, við verðum að vinna þann leik."

„Við höfum ekki tapað leik frá því í júní. Við verðum að bæta okkur á heimavelli. Við höfum verið mjög góðir á útivelli. Það eru alltaf vonbrigði ekki að vinna á heimavelli og við vitum að við verðum að gera betur."

Rauða spjaldið sem Leiknismenn fengu í fyrri hálfleiknum vakti mikla athygli. Gestirnir úr Breiðholti voru gjörsamlega trylltir yfir dómnum, en Gregg fannst það réttur dómur.

„Mér fannst það einfalt rautt spjald því hann fór of hátt með fótinn og hann kom of seint inn í baráttuna. Þetta var alltaf rautt spjald og þannig er það."

Þór var 1-0 yfir þegar rauða spjaldið fór á loft. Einum færri misstu Þórsarar forystuna.

„Ég hef ekki talað enn við strákana. Þeir þurfa að melta þetta. Við tölum um leikinn á mánudaginn. Auðvitað er pirrandi að tapa niður forystunni því þú vilt vinna. En við verðum að gera þetta saman og sem fótboltafélag."

„Við getum annað hvort verið neikvæðir eða jákvæðir, og gera þetta saman. Það er það eina sem ég er að hugsa um, að við ætlum að gera þetta saman."

Ætlar Þór að vera í Pepsi Max-deildinni á næsta tímabili? „Við eigum góða möguleika á því. Við verðum bara að standa saman og reyna að gera það."

Viðtalið við Gregg Ryder má í heild sinni sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner