Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. ágúst 2019 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Steve Dale búinn að samþykkja tilboð í Bury
Mynd: Manchester Evening News
Mögulegt er að Bury FC verði bjargað frá gjaldþroti og brottrekstri úr enska deildakerfinu.

Stjórn ensku neðri deildanna tilkynnti í gærkvöldi að Steve Dale, eigandi Bury, hafi samþykkt tilboð í félagið.

Bury, sem leikur í C-deildinni, er félag með 134 ára sögu en allt er í rugli þar. Liðið hefur verið dæmt úr leik í deildabikarnum og er ekki búið að spila neinn leik í deildarkeppninni. Þá byrjar félagið tímabilið með tólf mínusstig.

Samkvæmt yfirlýsingu frá stjórn EFL (England Football League) hefur Dale samþykkt tilboð frá C&N Sporting Risk, fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármálaráðgjöf til íþróttafélaga.

Bury hafði frest þar til um miðnætti í gær til að bera fram sannanir um að hægt væri að bjarga fjármálum félagsins. Mögulegt er að stjórn EFL veiti frest vegna yfirvofandi eigendaskipta.
Athugasemdir
banner
banner