Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Gott hjá þér vinkona að vera orðin þessi gella"
Sara ræðir við íslenska liðið.
Sara ræðir við íslenska liðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í landsleik Íslands og Svíþjóðar þegar Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, blés til liðsfundar í fyrri hálfleiknum.

Allir leikmenn Íslands komu saman í hring og Sara gaf góð ráð.

Talið barst að þessu í nýjasta þætti Heimavallarins. Leiðtogahæfileikar Söru voru þarna auðsjáanlegir.

„Ég tók eftir því þegar Musovic (markvörður Svíþjóðar) fær hné Dagnýjar í höfuðið og hálf vankast væntanlega, þá er Sara bara: 'Þú þarna...' og það næstum því heyrist það sem hún er að segja. Það eru allir bara: 'Já, já, já'. Hún safnar liðinu saman og er að gefa skýr skilaboð," sagði Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari Þróttar og fyrrum landsliðskona.

„Þetta er geggjað, þarna er ég bara: 'Gott hjá þér vinkona að vera orðin þessi gella, vera orðin sannur leiðtogi'."

„Með þessar ungu leikmenn þarna inn á er þetta líka gríðarlega mikilvægt," sagði Aníta Lísa Svansdóttir, aðstoðarþjálfari KR.

Sara jafnaði leikjamet Katrínar Jónsdóttur með landsliðinu gegn Svíþjóð. Hún spilaði sinn 133. landsleik en þeir væntanlega verða talsvert fleiri á næstu árum.

Hlusta má á Heimavöllinn í heild sinni hér að neðan.
Heimavöllurinn: Sara jafnar leikjametið og ungar gripu gæsina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner