Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   lau 24. september 2022 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur stoltur: Erfiðasti bikarinn sem hægt er að vinna
Kvenaboltinn
Tveir í röð!
Tveir í röð!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega núna að vinna tvöfalt," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.

Þetta er annað árið í röð sem Valur vinnur titilinn og er liðið núna bæði Íslands- og bikarmeistari.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

„Þetta er erfiðasti bikarinn sem hægt er að vinna, það er árið eftir. Ég er mjög stoltur af þessu liði mínu."

Hver er lykillinn að þessum frábæra árangri?

„Það er liðsheild og þessi ótrúlegi mannskapur sem ég er með. Líka allt í kringum Val sem er boðið upp á. Ég er með frábæran mannskap í kringum mig og allar þessar stelpur - bæði ungar og gamlar - sem eru miklir karakterar og vildu bara vinna. Það var einbeiting á að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert lengi, að vinna árið eftir líka."

Pétur segir að markmiðið sé auðvitað að vinna þriðja árið í röð á næsta ári.

„Ég held að það hljóti að vera," sagði Pétur aðspurður að því hvort hann verði áfram með Val á næstu leikíð.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Pétur meðal annars verkefnið sem er framundan gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner