Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
   lau 24. september 2022 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pétur stoltur: Erfiðasti bikarinn sem hægt er að vinna
Tveir í röð!
Tveir í röð!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær. Það er alltaf gaman að vinna og sérstaklega núna að vinna tvöfalt," sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í dag.

Þetta er annað árið í röð sem Valur vinnur titilinn og er liðið núna bæði Íslands- og bikarmeistari.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

„Þetta er erfiðasti bikarinn sem hægt er að vinna, það er árið eftir. Ég er mjög stoltur af þessu liði mínu."

Hver er lykillinn að þessum frábæra árangri?

„Það er liðsheild og þessi ótrúlegi mannskapur sem ég er með. Líka allt í kringum Val sem er boðið upp á. Ég er með frábæran mannskap í kringum mig og allar þessar stelpur - bæði ungar og gamlar - sem eru miklir karakterar og vildu bara vinna. Það var einbeiting á að gera eitthvað sem hefur ekki verið gert lengi, að vinna árið eftir líka."

Pétur segir að markmiðið sé auðvitað að vinna þriðja árið í röð á næsta ári.

„Ég held að það hljóti að vera," sagði Pétur aðspurður að því hvort hann verði áfram með Val á næstu leikíð.

Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan en þar ræðir Pétur meðal annars verkefnið sem er framundan gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner