Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 24. október 2021 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslendingar efstir í Danmörku og Noregi - Stór karakter hjá liði Milos
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted.
Mynd: EPA
Milos Milojevic.
Milos Milojevic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enn fær Rúnar Alex ekki tækifæri.
Enn fær Rúnar Alex ekki tækifæri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson var í markinu hjá toppliði dönsku úrvalsdeildarinnar, Midtjylland, í dramatískum sigri gegn Sönderjyske í Íslendingaslag.

Elías fékk á sig tvö mörk er Midtjylland tókst að kreista fram 3-2 sigur. Sigurmarkið kom á fimmtu mínútu uppbótartímans. Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á sem varamaður hjá SönderjysKE á 83. mínútu.

Elías Rafn og félagar í Midtjylland eru á toppnum með sex stiga forskot. SönderjyskE er í næst neðsta sæti með níu stig eftir 13 leiki.

Jón Dagur Þorsteinsson spilaði 70 mínútur fyrir AGF í tapi gegn Randers. Mikael Neville Anderson var ekki með AGF í leiknum, en liðið er í áttunda sæti af tólf liðum.

Alfons og félagar náðu ekki að fylgja mögnuðum sigri eftir
Alfons Sampsted spilaði allan leikinn þegar Bodö/Glimt gerði jafntefli við Stromsgodset í Íslendingaslag í norsku úrvalsdeildinni. Bodö vann magnaðan 6-1 sigur á Roma í Sambandsdeildinni í síðustu viku, en liðið náði ekki að fylgja þeim sigri nægilega vel eftir.

Bodö tók forystuna snemma en Stromsgodset jafnaði þegar stundarfjórðungur var eftir. Ari Leifsson spilaði allan leikinn fyrir Stromsgodset og Valdimar Þór Ingimundar kom inn á sem varamaður á 82. mínútu.

Bodö er þrátt fyrir þessi úrslit á toppnum. Það munar bara einu stigi á efstu tveimur liðunum; Molde er í öðru sæti.

Viðar Ari Jónsson byrjaði hjá Sandefjord í 4-1 tapi gegn Rosenborg. Hólmar Örn Eyjólfsson var á meðal varamanna hjá Rosenborg, sem er í þriðja sæti. Sandefjord er í 12. sæti.

Viðar Örn Kjartansson lék fyrri hálfleikinn hjá Vålerenga 2-1 endurkomusigri á Haugesund. Vålerenga er í sjöunda sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Emil Pálsson kom þá inn á í hálfleik hjá Sogndal í norsku B-deildinni. Liðið vann 0-2 útisigur á Strommen. Sogndal er í fimmta sæti.

Brynjólfur Willumsson var ónotaður varamaður hjá Kristiansund í 1-3 tapi gegn Sarpsborg og sömu sögu er að segja af Adami Erni Arnarsyni hjá Tromsö gegn Mjondalen.

Lærisveinar Milos sýndu mikinn karakter
Lærisveinar Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Breiðabliks og Víkings, í Hammarby fóru með sigur af hólmi gegn Östersund í sænsku úrvalsdeildinni.

Östersund tók 1-3 forystu í leiknum, en Hammarby sýndi mikinn karakter með því að koma til baka og klára leikinn. Sigurmarkið kom á 93. mínútu. Hammarby er í fimmta sæti.

Vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason kom inn á sem varamaður á 86. mínútu þegar Norrköping tapaði 1-0 fyrir AIK. Norrköping er í sjötta sæti.

Albert byrjaði í tapi
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson var í byrjunarliðinu hjá AZ Alkmaar sem þurfti að sætta sig við 2-0 tap gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni.

AZ hefur ekki farið vel af stað á þessu tímabili og situr þessa stundina í 11. sæti.

Diego var í byrjunarliði Albacete
Hægri bakvörðurinn Diego Jóhannesson var í byrjunarliðinu hjá Albacete í tapi gegn Cornella, 1-0, í spænsku C-deildinni. Diego er á sínu fyrsta tímabili hjá Albacete, sem er í fimmta sæti í sínum riðli.

Diego er með íslenskan ríkisborgararétt en hefur ekki spilað fyrir landsliðið síðan 2017.

Rúnar Alex áfram á bekknum
Rúnar Alex Rúnarsson var áfram á bekknum hjá Leuven í belgísku úrvalsdeildinni. Það sprakk flugeldur við hlið Rafael Romo, markvarðar Leuven í leik gegn Standard Liege um síðustu helgi. Hann missti heyrnina í nokkra daga eftir á en var klár í slaginn í dag.

Rúnar Alex, sem er á láni frá Arsenal, hefur ekki enn fengið að spila með Leuven. Hann gæti fengið tækifæri í bikarnum gegn Lierse K í miðri viku.

Í belgísku B-deildinni var U21 landsliðsmaðurinn Kolbeinn Þórðarson ekki með Lommel í tapi gegn Waasland-Beveren, 2-1. Lommel er í þriðja sæti deildarinnar.

Mikael Egill kom ekki við sögu
Mikael Egill Ellertsson, sem spilaði sinn fyrsta A-landsleik fyrr í þessum mánuði var ónotaður varamaður hjá Spal gegn Como í ítölsu B-deildinni. Niðurstaðan var 1-1 jafntefli í leiknum og er Spal í 14. sæti.

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Spezia keypti hinn 19 ára gamla Mikael Egil fyrr á þessu ári og er hann núna á láni hjá Spal.

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Virtus Verona í 2-1 sigri gegn Fiorenzuola í ítölsku C-deildinni. Emil og félagar eru í 11. sæti í sínum riðli.

Ögmundur ekki í hóp
Ögmundur var varamarkvörður Olympiakos í 2-1 sigri á PAOK í Grikklandi. Sverrir Ingi Ingason er á meiðslalistanum hjá PAOK.

Sjá einnig:
Sveinn Aron þakkaði traustið og skoraði tvö - Hákon hélt hreinu
Athugasemdir
banner