Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   sun 24. október 2021 18:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Liverpool vildu fá rautt á Ronaldo
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Man Utd.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Man Utd.
Mynd: EPA
Portúgalska ofurstjanan Cristiano Ronaldo hefur oft átt betri leiki en þegar Manchester United tapað 0-5 gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Ronaldo átti erfitt uppdráttar sem fremsti maður Man Utd. Hann var orðinn vel pirraður undir lok fyrri hálfleik og var heppinn að fá ekki rautt spjald.

Ronaldo braut á varamanninum Curtis Jones og sparkaði svo til hans þegar búið var að flauta. Hann sparkaði í boltann - ekki manninn - en það var samt löngu búið að flauta og augljóst mál að Ronaldo var orðinn pirraður.

Leikmenn hlupu upp að Ronaldo og voru alls ekki sáttir við hans hegðun. Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, fór upp að Portúgalanum og ýtti honum í burtu.

United spilaði einum færri í um hálftíma því Paul Pogba fékk að líta rautt spjald fyrir skelfilega tæklingu í seinni hálfleiknum.

Átti Ronaldo að fjúka út af? Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner