Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. nóvember 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Grealish til Manchester City?
Powerade
Jack Grealish
Jack Grealish
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru með nóg af áhugaverðum kjaftasögum í dag!



Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá Jack Grealish (25) frá Aston Villa en leikmaðurinn er efstur á óskalista hans. (Independent)

Manchester City gæti fengið Lionel Messi (33) frá Barcelona en í framtíðinni gæti hann farið til New York. (Times)

Bandarískir fjárfestar eiga í viðræðum um að kaupa WBA á 150 milljónir punda. (Telegraph)

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að markvörðurinn Dean Henderson (23) vilji vera áfram hjá félaginu en hann hefur verið orðaður við önnur félög á láni. (Sky Sports)

Frank Lampard, stjóri Chelsea, segir að Olivier Giroud (34) sé mikilvægur í sínum áætlunum og að hann vilji halda honum hjá félaginu. Giroud er að íhuga að fara annað til að fá meiri spiltíma fyrir EM næsta sumar. (Mirror)

Chelsea vonast til að Giroud verði áfram en ætlar ekki að standa í vegi fyrir honum ef hann vill fara. (Independent)

Enska knattspyrnusambandið ætlar að bæta við aukaskiptingu vegna höfuðhögga í leikjum í enska bikarnum. (Guardian)

Real Madrid hefur ekki fengið nein tilboð í Isco (28) en hann hefur verið orðaður við Manchester City og Arsenal. (AS)

Dortmund gæti reynt að fá Christian Eriksen (28) frá Inter. (Tuttomercatoweb)

Ole Gunnar Solskjær hefur sagt Anthony Martial (24) að hann verði að stíga upp eftir erfiða byrjun á tímabilinu. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner