Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 25. janúar 2022 15:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Newcastle þarf að hækka tilboðið um ríflega tíu milljónir
Diego Carlos í baráttunni við Erling Haaland, sóknarmann Dortmund.
Diego Carlos í baráttunni við Erling Haaland, sóknarmann Dortmund.
Mynd: EPA
Newcastle er að vinna í því að ganga frá kaupum á Diego Carlos, miðverði Sevilla.

Sevilla vill fá um 38 milljónir punda fyrir brasilíska leikmanninn en Newcastle hefur ekki viljað bjóða yfir 25 milljónir punda.

Carlos hefur neitað nýjum samningi hjá Sevilla en félagið ætlaði að bjóða honum það sama og Newcastle var tilbúið að bjóða, tæplega tvöföldun á því sem hann fær í vikulaun á gildandi samningi.

Carlos sýnir stöðu Sevilla skilning og er ekki að reyna þvinga skiptin í gegn en hefur gefið í skyn að hann vilji fara til Newcastle. Sevilla horfir á þá upphæð sem Newcastle var tilbúið að greiða fyrir Chris Wood sem er 31 árs þá ætti 38 milljónir punda að vera sanngjarnt fyrir Carlos sem er 28 ára gamall.

Annað úrvalsdeildarfélag hefur reynt að bjóða í Carlos en það félag vildi gera einhvers konar skiptidíl við Sevilla.

Real Madrid, Tottenham, Manchester United og Arsenal hafa öll fylgst með Carlos hjá Sevilla.
Athugasemdir
banner
banner
banner