Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 25. janúar 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Palace og Valencia vilja Van de Beek lánaðan
Crystal Palace og Valencia hafa bæði sent fyrirspurn til Manchester United þar sem þau hafa áhuga á að fá Donny van de Beek lánaðan.

Fótboltafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter en hollenski miðjumaðurinn hefur ekki verið í stóru hlutverki á Old Trafford.

Van de Beek vill fá spiltíma en Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir mikilvægt að hann sé að spila með sínu félagsliði ef hann ætlar að vera í hópnum fyrir HM í Katar í lok árs.

Ralf Ragnick vill ekki sleppa Van de Beek en Crystal Palace ætlar að reyna hvað það getur að fá hann. United mun ekki taka neinum lánstilboðum með klásúlum um möguleg kaup því félagið vill hafa hann í hópnum sínum á næsta tímabili.

„Myndu skipti til Crystal Palace mögulega vera vandræðaleg fyrir Manchester United ef Donny van de Beek myndi spila frábærlega þar? Eða horfa þeir í að þetta sé gott tækifæri fyrir hann að fá spiltíma og verði þá betur klár í næsta tímabil?" veltir Steve Sutcliffe, fréttamaður BBC, fyrir sér.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner