Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   mið 25. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leeds mætir Accrington í enska bikarnum

Nú er loks orðið ljóst hvaða lið mætast í fjórðu umferð enska bikarsins en síðasti leikur þriðju umferðarinnar fór fram í gær.


Það var viðureign Accrington og Boreham Wood.

Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli, staðan var markalaus eftir 90 mínútur í gær og það þurfti að fara alla leið í framlengingu til að finna sigurvegara.

Accrington, sem spilar í ensku C-deildinni, fékk vítaspyrnu á 97. mínútu þar sem Tommy Leigh skoraði og tryggði sínum mönnum sigurinn.

Fjórða umferðin fer fram um helgina og hefst á stórleik Manchester City og Arsenal á föstudaginn.


Athugasemdir
banner