Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 25. mars 2024 19:27
Elvar Geir Magnússon
Wroclaw
Leikmenn Úkraínu stöðugt í símanum að fylgjast með fréttum af stríðinu
Icelandair
 Georgiy Sudakov leikmaður úkraínska liðsins.
Georgiy Sudakov leikmaður úkraínska liðsins.
Mynd: Getty Images
Rebrov á fréttamannafundi.
Rebrov á fréttamannafundi.
Mynd: Getty Images
Stríð Rússlands gegn Úkraínu kom við sögu á fréttamannafundi úkraínska landsliðsins í dag. Serhiy Rebrov landsliðsþjálfari Úkraínu segir að stríðið hafi auðvitað mikil áhrif á leikmenn sína.

„Auðvitað hefur þetta áhrif. Ég sé það á morgnana, allir leikmenn eru í símanum að fylgjast með því sem er í gangi í Odessa, Kænugarði... þetta er erfitt því þeir eiga fjölskyldur í Úkraínu," segir Rebrov.

„Ég býst við því að þetta geri leikmenn enn reiðari og ákveðnari þegar kemur að leiknum."

Úkraínska fótboltasambandið ákvað að auka allt aðgengi fjölmiðlamanna að liðinu til að gefa stuðningsfólki betri tengingu við landsliðið á þessum stríðstímum.

„Við höfum opnað okkur enn meira og það finnst mér jákvætt. Þetta hefur skilað sér í enn meiri jákvæðni til liðsins. Andriy Shevchenko (forseti úkraínska fótboltasambandsins) átti þessa hugmynd og ég er þakklátur honum," segir Rebrov.

Klukkan 19:45 á morgun mætast Úkraína og Ísland í úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu en leikið er í borginni Wroclaw í Póllandi.
Athugasemdir
banner
banner