Georgiy Sudakov, 19 ára sóknarmiðjumaður Shaktar Donetsk, er í felum í neðanjarðarbyrgi í Úkraínu ásamt eiginkonu sinni sem er ólétt af þeirra fyrsta barni.
Ungu hjónin leita skjóls vegna innrásar Rússa en að sögn fyrrum þjálfara Sudakov er hann með hæfileika til að spila fyrir félagslið á borð við Barcelona og Manchester City.
Ungu hjónin leita skjóls vegna innrásar Rússa en að sögn fyrrum þjálfara Sudakov er hann með hæfileika til að spila fyrir félagslið á borð við Barcelona og Manchester City.
Sudakov hefur verið hjá Shaktar í fimm ár og lék sinn fyrsta aðalliðsleik 2020 gegn Real Madrid. Hann hefur skorað fimm mörk og átt eina stoðsendingu í 28 leikjum. Þá hefur hann leikið þrjá A-landsleiki fyrir Úkraínu.
Portúgalski þjálfarinn Fernando Valente þjálfaði Sudakov hjá yngri liðum Shaktar og hann segir frá því á samfélagsmiðlum að leikmaðurinn sé í felum vegna stríðsins.
„Hann er hæfileikaríkasti leikmaður sem ég hef þjálfað á lífsleiðinni. Nítján ára landsliðsmaður Úkraínu og endurnýjaði nýlega samning sinn við Shaktar til 2026. Hann er frábær manneskja sem bíður ásamt Lisu eiginkonu sinni eftir að dóttir þeirra komi í heiminn," segir Valente.
„Fólk með drauma sem eru teknir í burtu í neðanjarðarbyrgi vegna stríðs sem engin rök eru fyrir. Ég græt og bið fyrir parinu og öllum þeim ungu leikmönnum og vinum sem ég þekki í Úkraínu. Ég er niðurbrotinn."
Athugasemdir