Það fór mikið fyrir Arda Guler, leikmanni Real Madrid og tyrkenska landsliðsins, um helgina. Hann skoraði í 3-0 sigri Tyrklands gegn Ungverjalandi á sunnudaginn.
Sá sigur þýddi að Tyrkland verður í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagðan 6-1 sigur en Ungverjaland spilar í B-deild. Guler komst í fréttirnar í kjölfar leiksins eftir ótrúlegan sandkassaleik þar sem hann skiptist á orðum við Dominik Szoboszlai.
Sá sigur þýddi að Tyrkland verður í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir samanlagðan 6-1 sigur en Ungverjaland spilar í B-deild. Guler komst í fréttirnar í kjölfar leiksins eftir ótrúlegan sandkassaleik þar sem hann skiptist á orðum við Dominik Szoboszlai.
Spænski miðillinn Marca var mættur á leikinn og Guler var spurður út í lífið hjá Real Madrid en hann hefur ekki verið inn í myndinni hjá Carlo Ancelotti og aðeins komið við sögu í 30 leikjum í öllum keppnum, oftar en ekki sem varamaður.
„Real Madrid er með plan fyrir mig og ég hef trú á því. Ég er viss um að ég muni ná árangri hjá Real Madrid. Ég er búinn að kaupa hús í Madrid. Ég legg hart að mér og er alltaf tilbúinn að spila, eins og þú gast séð í leiknum gegn Ungverjalandi," sagði Guler.
„Ég elska stuðningsmenn Real Madrid. Þeirra stuðningur hefur mikla þýðingu fyrir mig. Ég kom til Real Madrid til að spila og vera mikilvægur hlekkur í liðinu, ég mun ekki hætta að berjast fyrr en ég næ því."
Athugasemdir